Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju fara fram miðvikudagskvöldið 14. desember kl. 20:00.

Öllu verður til tjaldað en tónleikarnir verða tvískiptir líkt og áður.  Fyrri hlutinn fer fram í safnaðarheimilinu og sá síðari í Landakirkju. Kitty Kovács stýrir kórnum og leikur á píanó og orgel og Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Lofað er góðri skemmtun og e.t.v. má vænta þess að fólk fari út í kvöldið að loknum tónleikum með jólaskapið í farteskinu.

Aðgangseyrir er kr. 3.000.-