Árleg uppskeruhátíð vetrarstarfsins í Landakirkju, Vorhátíðin verður haldin sunnudaginn 1. maí kl. 11:00. Eins og endranær verður mikið um að vera þegar safnaðarstarfið sameinast í eina Guðsþjónustu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og sunnudagaskólinn verður á sínum stað þar sem Sunday School Party Band ríður á vaðið

Að lokinni Guðsþjónustu mun sóknarnefnd kirkjunnar reiða fram dýrindis, grillaðar pulsur líkt og vanalega og leiðtogar í leiðtogastarfi Landakirkju munu sjá um leiki og fjör fyrir yngri kynslóðina.

Allir meira en velkomnir