Næstkomandi sunnudag 6. nóvember er allra heilagra messa.

Á þeim degi minnumst við látinna ástvina og því má segja að þetta sé dagur syrgjenda í kirkjunni. Þeir sem misst hafa ástvin á árinu eru sérstaklega velkomnir til messu núna á sunnudag. Nöfn þeirra sem látist hafa frá síðustu allra heilagra messu verða lesin og kveikt á kerti í minningu þeirra.

Messan hefst kl. 13 og mun sr. Guðmundur Örn þjóna fyrir altari og prédika. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.