Í dag, miðvikudaginn 2.nóvember, munu fermingarbörn ganga í hús hér í Eyjum kl. 17.00-19.00, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu.

Krakkarnir hafa fengið fræðslu um hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og fengið að kynnast aðstæðum sem fólkið í Eþíópíu býr við.  Með þessu verkefni erum við minnt á sameiginlega ábyrgð allra á því að öllum séu gefin tækifæri á að lifa mannsæmandi lífi, því öll getum við lagt eitthvað af mörkum til að bæta heiminn.

Börn í fermingarfræðslu hafa í meira en tuttugu ár lagt sitt af mörkum til hjálparstarfs með því að ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en í fyrra söfnuðu fermingarbörn á landinu öllu rúmum 8 milljónum króna með þessum hætti.