Nýtt kirkjuár er hafið. Fyrsti sunnudagur í aðventu markar upphaf nýs kirkjuárs, sem hefst í eftirvæntingu og undirbúningi fyrir fæðingarhátíð frelsarans. Nú fer í hönd viðkvæmur og verðmætur tími, gjarnan tími fjölskyldu og vina, tími barnanna.

Jólabarnið kallar okkur að jötunni og biður okkur að heyra og sjá. Jólabarnið minnir okkur á öll mannsins börn sem hafa stigið fæti hér á jörð, sum staldrað stutt kannski kvatt í móðurkviði, en önnur lifað fram á elliár. Sum okkur geymd í dýrmætum minningarsjóði, en önnur gleymd, þó ekki Guði, því Guð gleymir aldrei. Guð er nærri, Guð man, Guð minnist þín. Það er boðskapur jólanna.

Megi aðventan vera góður undirbúningstími fyrir jólahátíðina. Munum eftir bæninni á heimilum okkar, sem og Guðs orði og góðu samfélagi. Söfnumst einnig saman til að hlýða á Orðið heilaga í fallegu kirkjunni okkar nú á aðventunni sem og á fæðingarhátíð frelsarans.

Í Guðs friði,
Sr. Þorvaldur Víðisson.

Skráningar í Prestsþjónustubók Ofaneitissóknar í september og október eru sem hér segir:

Skírnir voru sex í september og október.

 • Ellen Eva, dóttir hjónanna Rakelar Bjarkar Haraldsdóttur og Þrastar Jóhannssonar var skírð í Stafkirkjunni á Heimaey 3. september í kjölfar hjónavígslu foreldra sinna. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 11. ágúst 2005.
 • Kristján Ingi, sonur hjónanna Önnu Lilju Tómasdóttur og Kjartans Sölva Guðmundssonar var skírður í Landakirkju 4. september. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 29. júlí 2005.
 • Inga Dan, dóttir hjónanna Fjölu Bjarkar Jónsdóttur og Inga Sigurðssonar var skírð í Landakirkju 17. september. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 25. júlí 2005.
 • Katla, dóttir Guðfinnu Bjarkar Ágústsdóttur og Arnars Péturssonar var skírð heima hjá ömmu og afa 24. september. Hún er fædd í Reykjavík 28. maí 2005.
 • Róbert Frosti, sonur Bjarneyjar Björnsdóttur og Þorkels Mána Péturssonar var skírður í Stafkirkjunni á Heimaey 24. september. Hann er fæddur í Reykjavík 18. ágúst 2005.
 • Gísli Rúnar, sonur Oddnýjar Friðrikdsdóttur og Jóhanns Inga Guðmundssonar var skírður í Stafkirkjunni á Heimaey 24. september. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 30. ágúst 2005.

Hjónavígslur voru fjórar í september og október.

 • Rakel Björk Haraldsdóttir og Þröstur Jóhannsson gengu í heilagt hjónaband í Stafkirkjunni á Heimaey 3. september. Þau eru búsett að Heiðarvegi 57 í Vestmannaeyjum.
 • Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir og Guðjón Ásgeir Helgason gengu í heilagt hjónaband í Landakirkju 3. september. Þau eru búsett að Brimhólabraut 16 í Vestmannaeyjum.
 • Bergþóra Jónsdóttir og Guðmundur Pálsson gengu í heilagt hjónaband í Landakirkju 1. október. Þau eru búsett að Foldahrauni 40 b í Vestmannaeyjum.
 • Bergey Edda Eiríksdóttir og Gunnlaugur Magnús Steindórsson gengu í heilagt hjónaband í Landakirkju 22. október. Þau eru búsett að Strembugötu 18 í Vestmannaeyjum.

Andlát voru voru sex í september og október.

 • Már Guðlaugur Pálsson, fv. sjómaður lést í Vestmannaeyjum 8. september. Útför fór fram frá Landakirkju 17. september og jarðsett var í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum. Hann var fæddur í Sandgerði við Fáskrúðsfjörð 26. maí 1931.
 • Ósk Snorradóttir, fv. skrifstofukona lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 13. september. Útförin fór fram frá Landakirkju 24. september og jarðsett var í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum. Hún var fædd í Vestmannaeyjum 28. nóvember 1908.
 • Björg Ágústa Ágústsdóttir, fv. bústýra og húsmóðir lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 30. september. Útförin fór fram frá Landakirkju 8. október og jarðsett var í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum. Hún var fædd í Vestmannaeyjum 18. ágúst 1923.
 • Unnar Jónsson, fv. sjómaður lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 6. október. Útförin fór fram frá Landakirkju 15. október og jarðsett var í kirkjugarði Vestmannaeyja. Hann var fæddur í Neskaupsstað 7. mars 1957.
 • Steingerður Jóhannsdóttir, fv. matsveinn til sjós lést á heimili sínu 21. október. Útförin fór fram frá Landakirkju 5. nóvember og jarðsett var í kirkjugarði Vestmannaeyja. Hún var fædd að Brekku í Vestmannaeyjum 27. júlí 1919.
 • Sigrún Ágústsdóttir, fv. húsmóðir lést í Kópavogi 23. október. Útförin fór fram frá Landakirkju 29. október og jarðsett var í kirkjugarði Vestmannaeyja. Hún var fædd að Núpi undir Eyjafjöllum 14. nóvember 1910.