Safnaðarstarf Landakirkju hefur staðið í ágætum blóma. Rólegt er yfir sumartímann en fjölbreytni og gróska eru einkennandi yfir vetrartímann. Margir starfa á vettvangi kirkjunnar í hlutastarfi, fullu starfi og svo eru margir sem vinna mjög öflugt sjálfboðastarf. Allt það góða starf er mikilvægt að þakka.
Sjálfboðaliðar í hinum ýmsu hópum og ábyrgðarstöðum í kirkjustarfinu sinna mjög dýrmætu og mikilvægu hlutverki. Það er hins vegar ávallt þörf fyrir fleiri hendur kærleikans og fleiri orð sannleikans til þátttöku og ábyrgðar í kirkjustarfinu. Allir ættu að geta fundið vettvang við sitt hæfi – og vil ég bjóða ykkur velkomin til þátttöku.

Hlutverkið er ærið, að koma hinu lífgefandi orði til safnaðarins, sem er á öllum aldri, að biðja með og fyrir og kenna þann gullna veg sem sjálfur Jesús Kristur leiðir.

Í Guðs friði,

Sr. Þorvaldur Víðisson (4. júlí 2005)

Skráningar í Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar í apríl og maí eru eftirfarandi:

Skírnir voru þrettán í apríl og maí.

 • Helga Lind, dóttir Önnu Halldórsdóttur og Halldórs Sölva Haraldssonar, var skírð heima hjá ömmu og afa 2. apríl. Hún er fædd í Reykjavík 31. janúar 2005.
 • Jónatan Árni, sonur hjónanna Steinunnar Jónatansdóttur og Óðins Steinssonar, var skírður í heimahúsi 2. apríl. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 20. mars 2005.
 • Erika Rún, dóttir Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur og Hermanns Inga Long, var skírð á heimili sínu 2. apríl. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 21. mars 2005.
 • Poula Maria Tegeder, dóttir Jólínu Bjarnason og Guðmundar Hinrikssonar, var skírð í Landakirkju 6. apríl. Hún er fædd í Reykjavík 28. júní 1991 og var fermd í Landakirkju síðar í mánuðinum.
 • Eyþór, sonur hjónanna Svövu Bogadóttur og Kristjáns Bjarnasonar, var skírður í Landakirkju 9. apríl. Hann er fæddur í Reykjavík 17. júlí 1991 og var fermdur í Landakirkju síðar í mánuðinum.
 • Silvía Lind, dóttir Hildar Rán Tórshamar, var skírð heima 23. apríl. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 5. mars 2005.
 • Berta, dóttir Helgu Bjarkar Ólafsdóttur og Sigursteins Bjarna Leifssonar, var skírð í Stafkirkjunni 7. maí. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 4. mars 2005.
 • Aron Stefán, sonur hjónanna Þórdísar Jóelsdóttur og Ómars Stefánssonar, var skírður á heimili sínu 8. maí. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 28. apríl 2005.
 • Hávarður Arnar, sonur Þórunnar Kristínar Kolbeinsdóttur og Ívars Arnar Bergssonar, var skírður heima hjá afa og ömmu 14. maí. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 28. apríl 2005.
 • Móheiður Mei, dóttir hjónanna Soffíu Svövu Adolfsdóttur og Þórðar Kristjáns Karlssonar var skírð í Stafkirkjunni á Heimaey 21. maí. Hún er fædd í Kína 10. september 2003.
 • Rebekka Rut, dóttir Sigrúnar Stefánsdóttur og Steingríms Arnar Bárðarsonar, var skírð heima 21. maí. Hún er fædd í Reykjavík 23. febrúar 2005.
 • Andrea Dögg, dóttir hjónanna Páleyjar Borgþórsdóttur og Arnsteins Inga Jóhannessonar, var skírð í Landakirkju 22. maí. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 26. desember 2004.
 • Sara Dröfn, dóttir Ástu Hrannar Guðmannsdóttur og Ríkharðs Bjarka Guðmundssonar, var skírð í Landakirkju 28. maí. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 27. apríl 2005.

Hjónavígslur voru þrjár í apríl og maí.

 • Árný Richardsdóttir og Ívar Atlason gengu í hjónaband í Stafkirkjunni 14. apríl. Þau eru búsett að Túngötu 27 í Vestmannaeyjum.
 • Ása Birgisdóttir og Páll Heiðar Högnason gengu í hjónaband í Stafkirkjunni 7. maí. Þau eru búsett að Kirkjuvegi 35 í Vestmannaeyjum.
 • Arndís Egilson og Kjartan Bergsteinsson gengu í hjónaband á heimili sínu 28. maí. Þau voru búsett að Áshamri 5 í Vestmannaeyjum.

Dánir í apríl og maí voru sex.

 • Sveinn Jónsson, rennismiður og fv. sjómaður, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 6. apríl. Útför hans fór fram frá Landakirkju 16. apríl. Sveinn var fæddur í Vestmannaeyjum 19. október 1931.
 • Davíð Jóhannes Helgason, fiskimatsmaður og fv. sjómaður, lést á heimili sínu 8. apríl. Útförin fór fram frá Landakirkju 23. apríl. Davíð var fæddur að Geitagili í Örlygshöfn 29. maí 1930.
 • Gunnlaugur Ólafsson útgerðarmaður og skipstjóri lést á Landsspítalanum 16. apríl. Útförin fór fram frá Landakirkju 23. apríl. Gunnlaugur var fæddur í Þykkvabæ 6. ágúst 1946.
 • Erla Guðlaug Sigmarsdóttir fv. verslunarkona lést á Landsspítalanum 11. maí. Útförin fór fram frá Landakirkju 21. maí. Erla var fædd í Vestmannaeyjum 11. október 1942.
 • Anna Fríða Stefánsdóttir fv. húsmóðir lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 25. maí. Útförin fór fram frá Landakirkju 4. júní. Anna Fríða var fædd á Akureyri 6. október 1934.
 • Marteinn Guðjónsson fv. netagerðarmaður lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 30. maí. Útförin fór fram frá Landakirkju 3. júní. Marteinn var fæddur í Vestmannaeyjum 7. maí 1924.