Það er með sumar í sál og sinni að skráningar í prestþjónustubókum Ofanleitissóknar eru teknar saman. Það er orðið alllangt síðan slíkur pistill birtist, því er horft nokkuð aftur í tímann í þessari samantekt, eða til febrúar og mars á þessu ári.
Ég vil óska þér lesandi góður gleðilegt sumar, megi kærleikur og gleði fylgja þér í lífi og leik.

Í Guðs friði,
Sr. Þorvaldur Víðisson

Skráningar í prestsþjónustubók Ofanleitissóknar í febrúar og mars 2005 eru eftirfarandi.

Skírnir voru átta í febrúar og mars.

  • Andri Snær, sonur hjónanna Vilborgar Friðriksdóttur og Sigmars Þrastar Óskarssonar, var skírður á heimili sínu 12. febrúar. Hann er fæddur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 23. nóvember 2004.
  • Benóný Friðrik, sonur hjónanna Anniku Geirsdóttur og Jóns Gísla Benónýssonar, var skírður heima hjá afa og ömmu 17. febrúar. Hann er fæddur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 2. febrúar 2005.
  • Nathalie Lilja, dóttir Lilju Matthíasdóttur og Lars Mikaels Andersen, var skírð í Landakirkju 20. febrúar. Hún er fædd í Öskersund í Svíþjóð 30. ágúst 2004.
  • Ólafur Kristján, sonur hjónanna Berglindar Jóhannsdóttur og Kristleifs Guðmundssonar, var skírður heima hjá afa og ömmu 12. mars. Hann er fæddur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 3. janúar 2005.
  • Hinrik Hugi, sonur hjónanna Grétu Hólmfríðar Grétarsdóttur og Heiðars Hinrikssonar, var skírður í Landakirkju 13. mars. Hann er fæddur á Landsspítalanum í Reykjavík 28. september 2004.
  • Benedikt, sonur hjónanna Iðu Brá Benediktsdóttur og Einars Þórs Guðjónssonar, var skírður á skírdag 24. mars. Hann er fæddur í Hollandi 22. desember 2004.
  • Dagur og Sunna, tvíburar hjónanna Bryndísar Einarsdóttur og Einars Björns Árnasonar, voru skírð á heimili sínu 31. mars. Þau fæddust 27. nóvember 2004.

Hjónavígsla var ein í febrúar og mars.

  • Sigríður Sveinbjörg Þórðardóttir og Sigurður Þór Sveinsson gengur í heilagt hjónaband 26. febrúar í Akóges salnum við Hilmisgötu. Þau eru búsett að Brekastíg 14 í Vestmannaeyjum.

Andlát í febrúar og mars voru sex.

  • Guðmundur Ármann Böðvarsson, fv. vélstjóri og formaður, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 5. febrúar síðastliðinn. Útförin fór fram frá Landakirkju 12. febrúar. Ármann var fæddur í Vestmannaeyjum 19. júlí 1926.
  • Guðni Friðþjófur Pálsson, fv. matsveinn og sjómaður, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 18. febrúar síðastliðinn. Útförin fór fram frá Landakirkju 26. febrúar. Guðni var fæddur í Vestmannaeyjum 30. september 1929.
  • Anna Aðalbjörg Sigfúsdóttir, fv. húsmóðir og fiskverkakona, lést á Líknardeild Landsspítalans Kópavogi 21. febrúar síðastliðinn. Útförin fór fram frá Landakirkju 26. febrúar. Anna var fædd á Raufarhöfn 27. október 1945.
  • Hallgrímur Axel Guðmundsson, húsasmíðameistari og kennari, lést á Landsspítalanum 4. mars síðastliðinn. Útförin fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 11. mars. Hallgrímur var fæddur að Grafargili í Önundarfirði 23. apríl 1943.
  • Guðrún Elsa Guðlaugsdóttir, húsmóðir og fv. verkakona, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 21. mars síðastliðinn. Útförin fór fram frá Landakirkju 2. apríl. Guðrún Elsa var fædd í Vestmannaeyjum 27. nóvember 1946.
  • Guðrún Kristín Ingvarsdóttir, húsmóðir, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 26. mars síðastliðinn. Útförin fór fram frá Landakirkju 9. apríl. Guðrún Kristín var fædd í Reykjavík 5. mars 1907.