Streymi á aftansöng á jólum
Hér er að finna streymi á aftansöng á jólum í Landakirkju. Streymið hefst um 18:00 https://youtube.com/live/Ua3o7RXvEKE?feature=share
Hér er að finna streymi á aftansöng á jólum í Landakirkju. Streymið hefst um 18:00 https://youtube.com/live/Ua3o7RXvEKE?feature=share
Undanfarin ár höfum við staðið fyrir sannkallaðri jólalagasöngstund rétt fyrir jól. Í ár verður engin breyting á og verður hið svokallaða "Jólalaga Sing-along næstkomandi sunnudag kl. 13. Það er skemmtilegt og uppbyggjandi að koma saman rétt fyrir jól og syngja jólalögin ásamt öllum góðu kórunum okkar. Tækifærum til að syngja jólalögin hefur fækkað umtalsvert á [...]
Kór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína nk. þriðjudag 16. desember kl. 20:00. Tónleikarnir fara fram með hefðbundnu sniði og eru tvískiptir, en þeir hefjast í safnaðarheimilinu og líkur í kirkjunni. Hildigunnur Einarsdóttir syngur einsöng, Einar Hallgrímur Jakobsson leikur á trompet, Jóhanna Svava Darradóttir leikur á þverflautu og Kitty Kovács stýrir kórnum og leikur á píanó [...]
Sóknarnefnd Vestmannaeyjaprestakalls samþykkti nýjar reglur um minningarmörk, uppsetningu þeirra, umhirðu og viðhald grafarsvæða á síðasta fundi nefndarinnar 24. nóvember sl. Reglurnar koma til vegna nýs duftkersgarðs sem tekinn hefur verið í notkun í suðaustur hluta garðsins. Reglunum er ætlað að vera leiðarvísir, t.d. að því hvernig ganga eigi frá steinum, krossum, blómabeðum og öðrum þeim [...]
Kirkjugarður Vestmannaeyja hefur verið í stækkunarferli undanfarin ár og nú sér fyrir endann á því í bili. Í sumar sem leið var sáð í nýjan reit í suðaustur horni garðsins en þar munu duftker eiga sérstakan stað. Hlýtt og gott sumarið tryggði góðan vöxt og er reiturinn því tilbúinn. Margt mælir með því að vera [...]
Á morgun verður bleik mess í kirkjunni okkar kl. 13. Kristín Valtýsdóttir mun segja frá starfi Krabbavarnar og Vera Björk okkar mun segja reynslusögu sína. Það vill svo til að á morgun er dagur heilbrigðisþjónustunnar og biðjum við því fyrir læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og öðrum sem veita lífsnauðsynlega þjónustu, ekki síst í tilfelli krabbameins. Sjáumst [...]
Á morgun verður svokölluð bangsablessun í sunnudagaskólanum í Landakirkju. Þar eru allir velkomnir að koma með bangsa og tuskudýr að heiman og fá blessun en þau eru sérstaklega velkomin á morgun. Öll standa þau eigendum sínum nærri og því ekki úr vegi að fela þau í hendur Guðs sem mun gæta þeirra rétt eins og [...]
Ásgeir Trausti heldur aðventutónleika vítt og breytt um landið í desember og verður í Landakirkju 9. desember nk. Þar mun hann flytja perlur á sinn einstaka hátt. Miðasala er á tix.is Tryggið ykkur miða í tíma
12 spora starfið hefur aftur göngu sína í Landakirkju en fundirnir eru haldnir í safnaðarheimilinu. Kynningarfundur fyrir nýja byrjun er 29. september og í kjölfarið verða opnir fundir 6. & 13. október kl. 18:30. Vinna fólks í 12 sporunum hefur reynst mörgum ákaflega vel og gefið ný tækifæri í lífinu. Starfið hefur hjálpað til að [...]
Eins og undanfarin ár verður göngumessa á sunnudeginum á goslokahátíð. Messan hefst kl. 11 í Landakirkju. Gengið er að krossinum við Eldfell og endað við Stafkirkjuna. Við Stafkirkjuna verður súpa og brauð í boði sóknarnefndar. Félagar úr lúðrasveit Vestmannaeyja sjá um tónlistarflutning og hvítasunnumenn sjá um bænahald við Stafkirkjuna. Veðurspáin lofar góðu og því ekkert [...]
Að vanda er uppstigningardagur messudagur eldri borgara í kirkjum landsins og að því tilefni eru eldri borgarar sérstaklega velkomnir til guðsþjónustunnar í Landakirkju þann dag. Fer hún fram á uppstigningardag fimmtudaginn 29. maí kl. 11:00. Sönghópur eldri borgara kemur fram og leiðir söng við dygga stjórn Lalla. Sr. Viðar þjónar og prédikar. Kvenfélag Landakirkju býður [...]
Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur nýlega skapast á samskiptamiðlum um ástand Kirkjugarðsins tel ég nauðsynlegt að árétta eftirfarandi. Vorið og sumarbyrjun hafa verið óvanalega hlý og sprettan eftir því. Það starfsfólk sem mun annast sláttinn þetta sumarið verður ekki við vinnu fyrr en að grunnskóla loknum í byrjun júní og því hefur sláttur ekki [...]
Mæðradagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn í guðsþjónustu kl. 11. Undanfarin ár hefur mæðradagurinn verið messudagur Oddfellow-systra við góðan orðstír. Líkt og í fyrra munum við hins vegar víkka þennan dag út enn meira og bjóða sérstaklega öllum kvenfélögum og öðrum kvennahópum og að sjálfsögðu öllum mæðrum. Áfram munu Oddfeloow-systur þó sjá um ritningarlestra. Athöfnin [...]
Á sunnudag verður vorhátíð Landakirkju sem er jafnframt lokasamvera sunnudagaskólans þessa önn en eftir sunnudag færast guðsþjónustur aftur til kl. 11. Hið margrómaða Sunday School Party Band mun leika listir sínar og aðstoða við hreyfingar í sunnudagaskólalögum. Þá mun Kór Landakirkju einnig syngja við stjórn Kitty organista. Að messu lokinni verða síðan grillaðar pylsur að [...]
Hugmyndin að góðgerðarsippinu kom til þegar sr. Viðar var að undirbúa sig fyrir Guðlaugssundið í mars. Velti hann þá fyrir sér hvort ekki mætti nýta hreyfinguna og tímann sem fer í hana til góðs. Datt honum þá í hug að finna einhverja hreyfingu sem hann hefði gaman að og safna áheitum fyrir gott málefni. Sipp [...]
Á meðfylgjandi mynd má sjá páskadagskrá Landakirkju Skírdagur: Guðsþjónustan á skírdagskvöld endar á svokallaðri Getsemane-stund þar sem altarið er afskrýtt sem táknræn niðurlæging Krists. Skírdagur er frekar tregablandinn í kirkjunni og því litast guðsþjónustan nokkuð af því. Föstudagurinn langi: Nú í ár er lestur píslarsögunnar í höndum fermingarbarna og þeim sem náðu langt í upplestrarkeppninni. [...]
Á laugardag kl. 10-12 fer fram svokallað tómstundahlaðborð í sal íþróttamiðstöðvarinnar. Er tilgangurinn að kynna það uppbyggilega tómstundastarf sem er í boði hér í Eyjum en það hefur löngum sýnt sig að þátttaka í tómstundum eða félagastarfi hefur góð áhrif. Landakirkja mun taka þátt í hlaðborðinu og mun kynna það sem er í boði á [...]
Aðalfundur Kvenfélags Landakirkju fer fram þriðjudaginn 18. mars kl. 20:00 í safnaðarheimili Landakirkju. Kaffi og hefðbundin aðalfundarstörf Stjórnin
Í tilefni æskulýðsdags þjóðkirkjunnar verður æskulýðsmessa kl. 20 næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20. Um er að ræða hugljúfa og notalega stund þar sem lög úr æskulýðsfélaginu eru sungnir í bland við Guðs orð. Athöfnin er jafnframt undirbúin af æskulýðsfélaginu þar sem Trausti, æskulýðsfulltrúinn okkar, hefur umsjón. Hann flytur hugvekju og annast tónlistarflutning ásamt hljómsveit. Er athöfnin [...]
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 fer aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja fram í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að lokinni messunni sem hefst kl. 13.00. Dagskrá fundar: – Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefnd Landakirkju