Á laugardag kl. 10-12 fer fram svokallað tómstundahlaðborð í sal íþróttamiðstöðvarinnar. Er tilgangurinn að kynna það uppbyggilega tómstundastarf sem er í boði hér í Eyjum en það hefur löngum sýnt sig að þátttaka í tómstundum eða félagastarfi hefur góð áhrif.

Landakirkja mun taka þátt í hlaðborðinu og mun kynna það sem er í boði á vegum kirkjunnar, t.d. kórastarf og æskulýðsstarf. Verða prestarnir og þeir sem taka þátt í starfi kirkjunnar á staðnum til að „sýna sig og sjá aðra.“

Við hvetjum alla til að renna við í íþróttamiðstöðina á laugardag kl. 10-12 og kynna sér það sem er í gangi hjá kirkjunni sem og öðrum sem þar munu taka þátt.

Sjá nánar um viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1043743810911683