Sunnudaginn 17. ágúst verður messa sem Eyjamenn eru hvattir til að sækja eða benda gestum sínum á. Lögð verður áhersla á altarisgönguna með því að nota ósýrt brauð sem prestshjónin baka fyrir messuna. Sunnudagsmessan er haldin kl. 11 og allir velkomnir.

Kitty Kovács, organisti, er komin aftur heim eftir sumarleyfi og Kór Landakirkju syngur. Rétt er að minna á að í ágúst eru margir Eyjamenn á ferðalögum um allan heim og því munar um hvern þann sem er á eyjunni að koma til kirkju. Prestur er sr. Kristján Björnsson.

Síðdegis s.d. mun sr. Jakob, pólskur prestur Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, koma og messa á pólsku í Landakirkju. Kaþólska messan er haldin kl. 18.