Göngumessa verður á goslokahátíð sunnudaginn 6. júlí. Hefst hún kl. 11 í Landakirkju. Gengið er upp að krossinum við Eldfell og þar er guðspjall og prédikun. Að því búnu er gengið að Stafkirkjunni við Skansinn þar sem messulokin verða. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi á kirkjulóðinni. Prestur er sr. Guðmundur Örn Jónsson og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja spila, en guðsþjónustan er samkirkjuleg með þátttöku margra.