Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson, heimsækir Eyjarnar og vísiterar Landakirkju með messu sunnudaginn 4. maí kl. 11 ásamt prófasti, sr. Halldóru J. Þorvarðardóttur. Við messuna verður Grétar Þorgils Grétarsson fermdur. Prestar og sóknarnefnd vonast eftir góðri kirkjusókn og hvetja fólk til að koma og hitta vígslubiskupinn og fagna vori og fermingu í söfnuðinum.

Vísitasía vígslubiskupsins felur í sér messu með söfnuðinum og skoðunarferð um sóknina og úttekt á aðstöðu til helgihalds, en auk þess fundar hann með sóknarnefnd, prestum og starfsfólki. Hann skoðar prestsþjónustubækur, fundargerðarbækur, ársreikninga og skýrslur, skoðar húsnæði Ofanleitissóknar og Kirkjugarð Vestmannaeyja og aðra staði sem tengjast helgihaldi Landakirkju og á hennar vegum.  Með vígslubiskupi í för er prófastur Suðurprófastsdæmis, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir.