Laugardaginn nk. fer fram síðasta fermingarguðþjónusta þessa vetrar en þá munu níu fermingarbörn játast Jesú Kristi.

Á sunnudag er svo Vorhátið Landakirkju en hún hefst stundvíslega kl. 11:00. Vorhátíðin sem haldin er á hverju ári markar lok vetrarstarfsins í Landakirkju en þá fara sunnudagaskóli og krakkaklúbbar í sumarfrí. Við taka messur á sumartíma, en þær verða kl. 11:00 í allt sumar. Starf sunnudagaskóla og krakkaklúbba hefst svo aftur í haust þegar skólastarf hefst að nýju.