Kirkjusókn var þokkaleg á síðasta ári en í endanlegri samantekt á messugjörðarskýrslum kemur í ljós hvernig hún skiptist á einstaka liði. Heildarfjöldi þeirra sem sótti messur og helgistundir í Landakirkju og á vegum presta hennar var 23.608 manns. Það er rúmlega 5,5 sinnum íbúafjöldi í Vestmannaeyjum en 6,5 sinnum skráðir félagar í Ofanleitissókn. Í þessari tölu eru aðeins þeir sem hafa sótt athafnir sem flokkast í messur og aðrar guðsþjónustur, barnaguðsþjónustur, aðrar helgistundir, skírnir, hjónavígslur og útfarir. Rétt er að taka fram að þúsundirnar sem eru viðstaddar helgistund við setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal. Þegar talað er um aðrar helgistundir er miðað við að þar sé að lágmarki bæn og blessun. Þess vegna eru heimsóknir hópa og einstaklinga í kirkjuna utan við þessar tölur þegar ekki er helgistund. Fjöldi ferðamanna hefur aukist og það gerist æ oftar að 100 til 200 manns komi í kirkjuna á einum góðum degi, t.d. á viðlegudegi skemmtiferðaskipa.

Hér fyrir neðan eru tölur um þátttakendur í helgihaldinu eftir mánuðum allt árið 2013. Til að skýra málið má lesa að í janúar voru 6 messur og guðsþjónustur með 275 þátttakendum, þrjár barnaguðsþjónustur með samtals 190 þátttekendum og 30 aðrar helgiathafnir með 1327 manns en þar af ein hjónavígsla og fjórar útfarir. Mesta þátttaka í reglulegum messum er í apríl en þá eru flestar fermingarmessurnar og hátíðarguðsþjónustur um páska. Þó heldur desember stöðu sinni með mestri kirkjusókn í heildina 3214 manns og mars er líka að toppa apríl með heildar þáttöku 2507 manns. Geta má þess að fyrsta fermingarmessan í fyrra var í mars og þá einnig æskulýðsdagurinn og fjölsótt tónlistarmessa. Heildartölur fyrir apríl eru 2304. Af þessari töflu má einnig lesa að  skírnir voru 59, hjónavígslur 13 og útfarir 27 en fjöldi fermingarbarna var 69. Þessi samantekt birtist hér fyrir neðan og vonandi verður hún til þess að fólk vilji bæta tölurnar á þessu ári með því að sækja kirkju og njóta helginnar. Þetta gæti líka verið áminning umað hver maður telur, hver maður skiptir máli, og þeir sem mæta einu sinni á ári geta aukið sína kirkjusókn um 100% með því að mæta tvisvar.

 

Messur & guðsþj Fjöldi Barna- guðsþj Fjöldi Aðrar gþj & helgist Fjöldi Ferm Skírn Hjón Útfarir Fjöldi þáttt alls
Jan 6 275 3 190 30 1327 1 4
Feb 5 412 4 275 36 1399 2 2
Mars 9 730 4 341 42 1436 15 7 1 3
Apr 9 1046 3 93 28 1165 54 2 2
Maí 6 423 18 1398 5 1 3
Júní 6 313 22 1247 4 2 3
Júlí 5 402 19 858 3 2 2
Ágúst 4 120 17 1256 3 2 3
Sept 6 468 5 407 40 1257 7 1
Okt 5 317 4 370 47 1294 11 1 3
Nóv 6 334 4 283 37 958 3 1
Des 9 912 5 552 40 1750 12 3
Fjöldi 76 5752 32 2511 376 15345 69 59 13 27
Þátt 5752 2511 15345 23608