Það verður mikið um að vera í barnaguðsþjónustunni kl. 11 og eins gott að koma tímalega til að fá gott sæti. Nemendur í 5. bekkjum Grunnskólans koma með kennurum sínum og flytja helgileik um atburði jólanna með kór og hljómsveit. Þegar Jesúbarnið verður fætt og lagt í jötu og við búin að syngja Heims um ból, ætlum við að skíra lítið jólabarn.

Kveikt verður á aðventuljósi og er núna komið að þriðja ljósi, hirðakertinu.