Það voru öflug fermingarbörn sem söfnuðu fyrir vatni í Afríku á dögunum og létu það hvorki aftra sér að veðrið var slæmt og hópurinn ekki fjölmennur. Ekki tókst að fara í öll hús eða allar götur, en samt söfnuður kr. 168.106,- hér í Eyjum. Í heild söfnuðu fermingarbörn í landinu kr. 7,3 milljónum. Fimmtíu fermingarbörnin hér í Eyjum náðu því umtalsverðum árangri og eiga hlutfallslega mikinn þátt í því hversu vel tókst til í landinu. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar þeim fyrir eljuna og færir bæjarbúum kærar þakkir fyrir framlag í þessa árvissu sérstöku söfnun, en verkefnið er hluti af fermingarundirbúningi.