Mömmumorgnar, STÁ, NTT, ETT, Litlir lærisveinar, fermingarfræðsla, Æskulýðsfundir, Vinir í bata, Kór Landakirkju, Kvenfélag Landakirkju, kirkjustarf fatlaðra, viðtalstímar og vitjanir, Gideon, Aglow, bænahópur, þjónusta á Hraunbúðum og sjúkrahúsinu, barnaguðsþjónusta og messa. Allt eru þetta fastir þættir í starfi Landakirkju. Margir eru vikulega, sumir aðra hverja viku og aðrir einu sinni í mánuði. Hér er nánar um starfið næstu daga:

Fimmtudag 21. nóvember: Kl. 10. Mömmumorgnar. Spjall og kaffi foreldra með ungum börnum sínum. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkrahúsinu, dagstofu 2. hæð. Kl. 20. Æfing Kór Landakirkju. Kl. 20. Opið hús æskulýðsfélagsins í KFUM&K heimilinu við Vestmannabraut.

Föstudag 22. nóvember: Kl. 13.45 og 14.30. Barnakórsæfing, Litlir lærisveinar, yngri og eldri.

Sunnudag 24. nóvember: Kl. 11. Barnaguðsþjónusta. Kl. 14. Guðsþjónusta. Kór Landakirkju. Kitty Kovács. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju.

Mánudag 25. nóvember: Kl. 15.30. STÁ kirkjustarf 6-8 ára. Kl. 17. Kirkjustarf fatlaðra, hálftíma æfing fyrir helgileikinn. Kl. 19.30. Tólf spora andlegt ferðalag. Vinir í bata. Kl. 20. Samvera Kvenfélags Landakirkju.

Þriðjudag 26. nóvember: Kl. 12.25 og 13.25. Fermingarfræðsla. Kl. 16.30. ETT kirkjustarf 11-12 ára.

Miðvikudag 27. nóvember: Kl. 14.25. Fermingarfræðsla. Kl. 17. NTT kirkjustarf 9-10 ára.

Viðtalstímar presta Landakirkju eru alla virka daga kl. 11-12 í Safnaðarheimilinu. Sr. Guðmundur Örn Jónsson s. 488 1502 og sr. Kristján Björnsson s. 488 1501. Vaktsími presta þess utan er 488 1508 (símtal flyst í farsíma prestsins á bakvakt).