Nú styttist í síðustu vikuna fyrir aðventu, því sunnudagurinn 24. nóvember kallast síðasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þetta heiti er komið til af því að næsti sunnudagur þar á eftir er fyrsti sunnudagur í aðventu. Hann ber núna uppá fullveldisdaginn 1. desember. Þrenningarhátíð eða trinitatis er sunnudagurinn eftir hvítasunnu og eru sunnudagarnir allir taldir frá trinitatis allt að 26 talsins. Það er þó mjög breytilegt vegna þess að þrenningarhátíð og hvítasunna ráðast af páskadegi og páskadagur ræðst af svokölluðu páskatungli.

Eyjamenn og gestir eru hvattir til að koma til kirkju þennan síðasta sunnudag eftir trinitatis og njóta þess að koma í barnaguðsþjónustu kl. 11, guðsþjónustu kl. 14 eða guðsþjónustu á Hraunbúðum kl. 15.25. Þeir sem missa af öllu þessu geta hlýtt messu í Útvarpi Vestmannaeyja kl. 16 á FM 104.