Sunnudagurinn 18. nóv. hefst rétt eins og vanalega á sunnudagaskóla með söng, gleði og brúðuleikriti í höndum fermingarbarna. Messan kl. 14:00 er sú næst síðasta á þessu kirkjuári. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kováks og sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari og prédikar. Fermingarbörn sjá um lestur úr Heilagri ritningu. „Komið til mín öll þið sem erfiði og þunga eruð hlaðin …“ (Matt 11.25-30)