Fimmtudaginn 31. október verður helgistund á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, í dagstofu sem staðsett er á 2. hæð. Hefst hún stundvíslega kl. 14:30.

Á föstudeginum, 1. nóvember, kl 17:00 verður setning dagskrár Nótt safnanna í Stafkirkjunni. Í Landakirkju verður svo helgistund kl. 18:30 á pólsku og ensku í tilefni allra heilagra messu, en þar verður minnst þeirra sem látnir eru.

Á allra heilagra messu, sunnudaginn 3. nóvember hefst sunnudagaskólinn kl. 11:00 eins og vant er. Fermingabörn flytja leikrit með brúðum og barnafræðarar halda uppi fjörinu söng, gleði og sögustund.

Í messunni kl 14:00 verður lögð áhersla á að halda í heiðri minningu látinna. Lesin verða upp nöfn þeirra sem látist hafa sl. 12 mánuði samanber upplýsingum úr prestsþjónustubók, auk þeirra nafna sem prestar eru beðnir um að nefna. Tendruð verð kertaljós fyrir þá látnu sem og gengið verður til altaris. Fermingabörn lesa ritningarlestra og Kór Landakirkju sér um sálmasöng undir stjórn Kitty Kováks. Sr. Kristján Björnsson þjónar.

Kl. 20:00 er svo fundur hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum. Helgistund og leikir í höndum Gísla Stefánssonar æskulýðsfulltrúa og leiðtoga félagsins.