Forsíða2025-06-06T22:31:48+00:00

Göngumessa á goslokahátíð

Eins og undanfarin ár verður göngumessa á sunnudeginum á goslokahátíð. Messan hefst kl. 11 í Landakirkju. Gengið er að krossinum við Eldfell og endað við Stafkirkjuna. Við Stafkirkjuna verður súpa og brauð í boði sóknarnefndar. Félagar úr lúðrasveit Vestmannaeyja sjá um tónlistarflutning og hvítasunnumenn sjá um bænahald við Stafkirkjuna. Veðurspáin lofar góðu og því ekkert [...]

5. júlí 2025|

Uppstigningardagur – Messudagur eldri borgara

Að vanda er uppstigningardagur messudagur eldri borgara í kirkjum landsins og að því tilefni eru eldri borgarar sérstaklega velkomnir til guðsþjónustunnar í Landakirkju þann dag. Fer hún fram á uppstigningardag fimmtudaginn 29. maí kl. 11:00. Sönghópur eldri borgara kemur fram og leiðir söng við dygga stjórn Lalla. Sr. Viðar þjónar og prédikar. Kvenfélag Landakirkju býður [...]

27. maí 2025|

Tilkynning frá Kirkjugarði Vestmannaeyja

Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur nýlega skapast á samskiptamiðlum um ástand Kirkjugarðsins tel ég nauðsynlegt að árétta eftirfarandi. Vorið og sumarbyrjun hafa verið óvanalega hlý og sprettan eftir því. Það starfsfólk sem mun annast sláttinn þetta sumarið verður ekki við vinnu fyrr en að grunnskóla loknum í byrjun júní og því hefur sláttur ekki [...]

25. maí 2025|

Mæðradagurinn á sunnudag

Mæðradagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn í guðsþjónustu kl. 11. Undanfarin ár hefur mæðradagurinn verið messudagur Oddfellow-systra við góðan orðstír.  Líkt og í fyrra munum við hins vegar víkka þennan dag út enn meira og bjóða sérstaklega öllum kvenfélögum og öðrum kvennahópum og að sjálfsögðu öllum mæðrum. Áfram munu Oddfeloow-systur þó sjá um ritningarlestra. Athöfnin [...]

9. maí 2025|
  • Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur
  • Sr. Viðar Stefánsson, prestur
  • Gísli Stefánsson, framkvæmdastjóri Landakirkju og Kirkjugarðs Vestmannaeyja
  • Kitty Kovács, organisti og kórstjóri
  • Trausti Mar Sigurðarson, æskulýðsfulltrúi

 Símanúmer og netföng

Viðtalstímar og vaktsími

Viðtalstímar presta eru alla virka daga kl. 11-12.
Vaktsími presta alla daga er 488 1508
Go to Top