Nú er að hefjast nýtt námskeið í trúarlegum efnum, Tólf spora andlegt ferðalag, á vegum Vina í bata. Fyrsti fundurinn verður mánudaginn 15. september kl. 19.30. Þessi fundur og næstu tveir fundir eru öllum opnir, en á fjórða fundi verður hópunum lokað og ekki bætt við eftir það. Þessi aðferð hentar öllum þeim sem vilja vinna með tilfinningar sínar og trú af einlægni. Vinir í bata hvetja alla til að mæta og sjá með eigin augum hvað er að gerast og hvernig hugmyndin er útfærð í þessu góða og gefandi kerfi.