Sá öflugi árgangur ´55 mætir til kirkju á árgangsmótinu sínum um helgina og verða því flestir sálmar með töluna 55 í númerinu. Fimm er auk þess biblíuleg tala og heilög. Aðalþema guðsþjónustunnar er þó að finna í sumarsólstöðum og Jónsmessunni, messudegi Jóhannesar skírara, 24. júní. Við erum einnig að syngja nk. kveðjumessu með Kór Landakirkju og biðja þeim fararblessunar fyrir kórferð þeirra til Ungverjalands. Kórinn mun næst syngja við messu í Landakirkju 13. júlí. Guðsþjónustur fram að því verða þess vegna með annarri tónlist og safnaðarsöng, bæði við síðustu messu í júní og á göngumessunni á goslokum.

Þótt árgangur ´55 sé nokkuð fyrirferðamikill skal það sérstaklega tekið fram að allir eru velkomnir.

Organisti er Kitty Kovács og prestur sr. Kristján Björnsson.