Sunnudagurinn 15. júní er þrenningarhátíð í kirkjunni okkar og þá er messa kl. 11 með altarisgöngu, Kór Landakirkju og góðri tónlist undir stjórn Kitty Kovács. Þrenningarhátíð er fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu og verður reynt að gera þrenningunni sérstök skil og ræða efni kirkjudagsins út frá líðandi stund og sumartíð. Prestur er sr. Kristján Björnsson.