Nokkrar guðsþjónustur eru framundan á ýmsum tímum á stórum helgidögum kirkjunnar.

Sunnudaginn 25. maí verður sumarguðsþjónusta kl. 11. Kór Landakirkju syngur og organisti er Kitty Kovács. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.

Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, er dagur aldraðra í Þjóðkirkjunni með guðsþjónustu kl. 14 og kirkjukaffi Kvenfélags Landakirkju. Félagar í Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum lesa úr Ritningunni og aðstoða á ýmsan hátt. Bílferð verður frá Hraunbúðum til og frá kirkju og fleiri geta óskað eftir akstri sem þurfa. Kvenfélagið býður eldriborgunum í kaffi á eftir í Safnaðarheimilinu. Kór Landakirkju syngur og organisti er Kitty Kovács. Prestur er sr. Guðmundur Örn Jónsson.

Sjómannadag, sunnudaginn 1. júní, verður sjómannaguðsþjónusta kl. 13. Sjómannabörn lesa úr Ritningunni og fulltrúar sjómanna leggja blómsveig að minnisvarða um drukknaða og hrapaða á lóð kirkjunnar. Kór Landakirkju syngur og organisti er Kitty Kovács. Prestur er sr. Guðmundur Örn Jónsson.

Hvítasunna er á eftir sjómannadegi í ár, enda páskar seint á vori í ár. Hvítasunnudagur er 8. maí og verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á þessari stóru hátíð kirkjunnar. Kór Landakirkju syngur og organisti er Kitty Kovács. Prestur er sr. Kristján Björnsson.

Messur verða kl. 11 alla sunnudaga í júní og júlí alveg fram að þjóðhátíð. Eyjamenn eru hvattir til að láta ferðamenn vita um þennan messutíma enda eru allir velkomnir einsog alltaf í Landakirkju.