Guðsþjónusta föstudagsins langa hefst kl. 11. Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja lesa úr píslasögunni og félagar í Kirkjustarfi fatlaðra hjálpa til. Kór Landakirkju syngur kórverk og organistinn Kitty Kovács stýrir tónlistinni og leikur á orgelið. Guðmundur Davíðsson syngur einsöng. Prestur sr. Kristján Björnsson.