Fermingarbarnamót með yfirskriftinni „Til hvers?“ verður haldið föstudaginn 28. febrúar nk. Mótsstjórar eru núverandi og fyrrverandi æskulýðsfulltrúar Landakirkju, Gísli Stefánsson og Hreiðar Örn Zoega Stefánsson. Mótið hefst kl. 9:00 með samhristingsstund sem leiðir hópinn saman inn í sterka og góða samveru út daginn sem einkennist af fræðslu, skemmtun, tónlist og góðum mat. Prestar kirkjunnar, þeir sr. Kristján Björnsson og sr. Guðmundur Örn Jónsson verða dyggir aðstoðarmenn mótsstjóranna á meðan að á því stendur og taka að sér magvísleg verkefni. Mótið er liður í því að víkka sjóndeilarhring fermingarbarna á kristinni trú og samfélagi Guðs og manna.