Tuttugu ungmenni (þar með talinn æskulýðsfulltrúinn sem er ekkert annað en ungmenni) eru nú stödd í Vatnaskógi á Landsmóti unglingadeilda KFUM og KFUK þar sem ungmenni héðana og þaðan af landinu hittast og skemmta sér og öðrum. Mótið stendur yfir fram á sunnudag og verður margt brallað. Hópastarf, helgistundir, dansleikur og aðalfundur ungmennaráðs félagsins eru helstu dagskrárliðir mótsins sem skipulagðir eru af þaulvönum leiðtogum félagsins. Einn þeirra er fýlsunginn og æskulýðsleiðtoginn Hreiðar Örn Zoega Stefánsson sem mættur er með hóp sinn úr Mosfellsbæ.