Það verður sérstaklega höfðað til kvenna á konudag í Landakirkju sunnudaginn 23. febrúar í upphafi Góu. Þessi dagur er einnig biblíudagurinn í kirkjunni, en einnig kallaður „2. sunnudagur í níuviknaföstu“.  Þetta fléttast ágætlega saman þegar litið er til frásagna af þekktum konum í Biblíunni og sögur af ótrúlega merku hlutverki þeirra í hjálpræðissögunni. Biblían og biblíugjafir verða áberandi með þátttöku Gideonmanna sem lesa lestra dagsins. Tekið er á móti frjálsum framlögum til Gideon í messulok en auk þess er fólki bent á að hægt er að leggja inná Hið íslenska biblíufélag með upplýsingum á heimasíðu þeirra www.biblian.is og þar undir Vorsöfnun. Þá verður getið nýrrar biblíugjafar til Landakirkju.

Kór Landakirkju syngur og er organisti Kitty Kovács. Prestur er sr. Kristján Björnsson.

Myndin hér að ofan er ætlað að heiðra konur en hún er úr biblíulegri kvikmynd og á að sýna Ester. Lesa má merka sögu hennar í Esterarbók í Gamla testamenti. Sjá einnig Orðskviði Salómons 11. kafla 16. vers: „Yndislega kona hlýtur sæmd.“