Kvenfélag Landakirkju, prestar og starfsfólk Landakirkju bjóða til jólatrésskemmtunar í Safnaðarheimilinu í dag kl. 15. Dansað er kringum jólatré og barnaskarinn fær góða jólasveinaheimsókn ef að líkum lætur. Kvenfélagskonur gefa heitt súkkulaði og smákökur. Allir velkomnir!