Fyrsti sunnudagur í aðventu er 1. desember. Þá er messa kl. 14 og í framhaldi af henni er heitt súkkulaði, vöfflukaffi og kaffibasar Kvenfélags Landakirkju kl. 15. Þá verður einnig happadrætti og hlutvelta og í kaffið koma Litlir lærisveinar og Kór Landakirkju og taka lagið. Kvenfélagskonur eru að safna í styrkarsjóðinn sinn og því er þetta kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða um leið og við fáum okkur gott kaffi í góðri samverustund. Heitt súkkulagði/kaffi og vaffla kostar þúsund krónur, en frítt er fyrir börn yngri en 14 ára.

Kvenfélagskonurnar láta ekki þar við sitja heldur nota þær tækifærið og ætla að afhenda sóknarnefnd og organista nýtt píanó til að nota í kirkjunni, en þetta er rafmagnspíanó af fullkomnustu gerð. Kitty mun spila á það í Safnaðarheimilinu í kaffinu til að allir geti notið þess saman.