Kór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína nk. þriðjudag 16. desember kl. 20:00. Tónleikarnir fara fram með hefðbundnu sniði og eru tvískiptir, en þeir hefjast í safnaðarheimilinu og líkur í kirkjunni.

Hildigunnur Einarsdóttir syngur einsöng, Einar Hallgrímur Jakobsson leikur á trompet, Jóhanna Svava Darradóttir leikur á þverflautu og Kitty Kovács stýrir kórnum og leikur á píanó og orgel.

Miðaverð á tónleikana er kr. 3.000.-