Á morgun verður svokölluð bangsablessun í sunnudagaskólanum í Landakirkju.

Þar eru allir velkomnir að koma með bangsa og tuskudýr að heiman og fá blessun en þau eru sérstaklega velkomin á morgun. Öll standa þau eigendum sínum nærri og því ekki úr vegi að fela þau í hendur Guðs sem mun gæta þeirra rétt eins og eigenda sinna. Að sjálfsögðu verður söngur, dans, leikrit og gleira á sínum stað líkt og venjulega.

Við minnum einnig á messuna kl. 13.

Sjáumst á morgun, menn og bangsar, í kirkjunni okkar