12 spora starfið hefur aftur göngu sína í Landakirkju en fundirnir eru haldnir í safnaðarheimilinu.

Kynningarfundur fyrir nýja byrjun er 29. september og í kjölfarið verða opnir fundir 6. & 13. október kl. 18:30.

Vinna fólks í 12 sporunum hefur reynst mörgum ákaflega vel og gefið ný tækifæri í lífinu. Starfið hefur hjálpað til að breyta því sem þurfti að breyta og að sættast við það sem er ekki á þeirra færi að breyta.

Við hvetjum alla til að sækja starf Vina í bata í Landakirkju og minnum einnig á heimasíðuna viniribata.is þar sem finna má frekari fróðleik um 12 spora starfið