Miðvikudagar verða fjörugir í Landakirkju þennan veturinn en þá verða starfræktir krakkaklúbbar Landakirkju. Klúbbarnir eru þrír, STÁ (6-8 ára), NTT (9-10 ára) og ETT (11-12ára). Þegar er mikil aðsókn í hópana og mikið fjör. Hóparnir byrja á því að hittast í safnaðarheimilinu og krakkarnir fara svo saman upp í kirkju og eiga þar saman helgistund. Þar er sungið, sögð saga og bænir beðnar. Að því loknu er farið aftur niður í safnaðarheimili þar sem farið er í leiki og fjör af ýmsum toga. Tímasetningar hópanna eru hér að neðan.

  • ETT (11-12 ára) kl. 14.10
  • NTT (9-10 ára) kl. 15.00
  • STÁ (6-8 ára) kl. 16.15