Duftreitur tilbúinn til notkunar í Kirkjugarði Vestmannaeyja
Kirkjugarður Vestmannaeyja hefur verið í stækkunarferli undanfarin ár og nú sér fyrir endann á því í bili. Í sumar sem leið var sáð í nýjan reit í suðaustur horni garðsins en þar munu duftker eiga sérstakan stað. Hlýtt og gott sumarið tryggði góðan vöxt og er reiturinn því tilbúinn. Margt mælir með því að vera [...]
Bleik messa 19. október
Á morgun verður bleik mess í kirkjunni okkar kl. 13. Kristín Valtýsdóttir mun segja frá starfi Krabbavarnar og Vera Björk okkar mun segja reynslusögu sína. Það vill svo til að á morgun er dagur heilbrigðisþjónustunnar og biðjum við því fyrir læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og öðrum sem veita lífsnauðsynlega þjónustu, ekki síst í tilfelli krabbameins. Sjáumst [...]
Bangsablessun í sunnudagaskólanum
Á morgun verður svokölluð bangsablessun í sunnudagaskólanum í Landakirkju. Þar eru allir velkomnir að koma með bangsa og tuskudýr að heiman og fá blessun en þau eru sérstaklega velkomin á morgun. Öll standa þau eigendum sínum nærri og því ekki úr vegi að fela þau í hendur Guðs sem mun gæta þeirra rétt eins og [...]
Ásgeir Trausti með tónleika í Landakirkju
Ásgeir Trausti heldur aðventutónleika vítt og breytt um landið í desember og verður í Landakirkju 9. desember nk. Þar mun hann flytja perlur á sinn einstaka hátt. Miðasala er á tix.is Tryggið ykkur miða í tíma
- Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur
- Sr. Viðar Stefánsson, prestur
- Gísli Stefánsson, framkvæmdastjóri Landakirkju og Kirkjugarðs Vestmannaeyja
- Kitty Kovács, organisti og kórstjóri
- Trausti Mar Sigurðarson, æskulýðsfulltrúi
Viðtalstímar og vaktsími
Vaktsími presta alla daga er 488 1508



