Mæðradagurinn á sunnudag
Mæðradagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn í guðsþjónustu kl. 11. Undanfarin ár hefur mæðradagurinn verið messudagur Oddfellow-systra við góðan orðstír. Líkt og í fyrra munum við hins vegar víkka þennan dag út enn meira og bjóða sérstaklega öllum kvenfélögum og öðrum kvennahópum og að sjálfsögðu öllum mæðrum. Áfram munu Oddfeloow-systur þó sjá um ritningarlestra. Athöfnin [...]
Vorhátíð Landakirkju á sunnudag
Á sunnudag verður vorhátíð Landakirkju sem er jafnframt lokasamvera sunnudagaskólans þessa önn en eftir sunnudag færast guðsþjónustur aftur til kl. 11. Hið margrómaða Sunday School Party Band mun leika listir sínar og aðstoða við hreyfingar í sunnudagaskólalögum. Þá mun Kór Landakirkju einnig syngja við stjórn Kitty organista. Að messu lokinni verða síðan grillaðar pylsur að [...]
Góðgerðarsipp sr. Viðars
Hugmyndin að góðgerðarsippinu kom til þegar sr. Viðar var að undirbúa sig fyrir Guðlaugssundið í mars. Velti hann þá fyrir sér hvort ekki mætti nýta hreyfinguna og tímann sem fer í hana til góðs. Datt honum þá í hug að finna einhverja hreyfingu sem hann hefði gaman að og safna áheitum fyrir gott málefni. Sipp [...]
Páskadagskrá Landakirkju
Á meðfylgjandi mynd má sjá páskadagskrá Landakirkju Skírdagur: Guðsþjónustan á skírdagskvöld endar á svokallaðri Getsemane-stund þar sem altarið er afskrýtt sem táknræn niðurlæging Krists. Skírdagur er frekar tregablandinn í kirkjunni og því litast guðsþjónustan nokkuð af því. Föstudagurinn langi: Nú í ár er lestur píslarsögunnar í höndum fermingarbarna og þeim sem náðu langt í upplestrarkeppninni. [...]
- Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur
- Sr. Viðar Stefánsson, prestur
- Gísli Stefánsson, framkvæmdastjóri Landakirkju og Kirkjugarðs Vestmannaeyja
- Kitty Kovács, organisti og kórstjóri
- Trausti Mar Sigurðarson, æskulýðsfulltrúi
Viðtalstímar og vaktsími
Vaktsími presta alla daga er 488 1508