Eins og undanfarin ár verður göngumessa á sunnudeginum á goslokahátíð.
Messan hefst kl. 11 í Landakirkju. Gengið er að krossinum við Eldfell og endað við Stafkirkjuna. Við Stafkirkjuna verður súpa og brauð í boði sóknarnefndar. Félagar úr lúðrasveit Vestmannaeyja sjá um tónlistarflutning og hvítasunnumenn sjá um bænahald við Stafkirkjuna.
Veðurspáin lofar góðu og því ekkert til fyrirstöðu að leggja af stað í góða göngu í góðum félagsskap.
Sjáumst á morgun á göngu um kirkjurnar okkar og umhverfi <3