Það má með sanni segja að helgihald og starfsemi Landakirkju hafi gengið vel yfir aðventu og hátíðirnar enda dagskrá kirkjunnar vel sótt yfir þessa vertíð kirkjunnar.
Tölur tala oft betur en bundið mál og því má hér sjá nokkrar tölulegar upplýsingar um helgihald og starfsemi kirkjunnar á aðventu, jólum og áramótum;
- Um 300 börn heimsóttu Landakirkju í kirkjuheimsóknum á aðventunni
- Yfir 700 kirkjugestir voru í guðsþjónustum
- Um 90 manns voru á jólaballi Kvenfélags Landakirkju milli jóla og nýárs
- Um 500 voru viðstaddir sýningu helgileiks 6. bekkjar
Og þess utan var önnur starfsemi kirkjunnar í fullum gangi; fermingarfræðsla, bænahópar, æskulýðsstarf og aðrar athafnir kirkjunnar.
Landakirkja vill koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa lagt hönd á plóg við starfsemi kirkjunnar á þessu tímabili. Má þar t.d. nefna tónlistarfólk, Kvenfélagi Landakirkju og öðrum sjálfboðaliðum. Þá viljum við einnig þakka þeim sem lögðu hönd á plóg við að styrkja Styrktarsjóð Landakirkju fyrir efnaminni í desember. Það kom svo sannarlega í góðar þarfir