Bæna- og íhugunarstund verður haldin í Landakirkju fimmtudagskvöldið 17.mars kl. 20.00. Við komum saman á stuttri bænasamveru, þar sem beðið verður fyrir ástandinu í Úkraínu um leið og beðið verður fyrir friði.

Kveikt verður á bænakertum og kór Landakirkju ásamt Kitty sjá um tónlist.

Sr. Guðmundur Örn annast ritningalestur og bænahald.