Þrátt fyrir allt verða Guðsþjónustur í Landakirkju á aðfangadag þetta árið. Aftansöngur kl. 18:00 og miðnæturhelgistund kl. 23:30 og geta allt að 200 manns komið saman í hvorri stund. Framvísa þarf neikvæðum niðurstöðum úr hraðprófi sem kirkugestir verða að hafa farið í á þorláksmessu, 23. desember. Panta má í það á heilsuveru.is.

Lúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt jólalög inn á upptöku sem streymt verið á jóladag kl. 13:00 á heimasíðu og á facebook síðu Landakirkju.

Annan í jólum verður helgistund á Hraunbúðum fyrir heimilisfólkið og hefst hún kl. 14:00