Sunnudaginn 12.september verða fermingarbörn og foreldrar þeirra boðin sérstaklega velkomin til guðsþjónustu í Landakirkju kl. 14.00. Að guðsþjónustu lokinni verður stuttur fundur með fermingarbörnum og foreldrum í safnaðarheimilinu, þar sem skráningarblöðum í fermingarfræðslu verður skilað.
Í sömu guðsþjónustu minnumst við þess sérstaklega þegar belgíska skipið Pelagus fórst við Vestmannaeyjar 21.janúar 1982. Skipverjar sem björguðust munu vera við guðsþjónustuna og afkomendur Kristjáns Víkingssonar læknis sem fórst við björgunar aðgerðir ásamt Hannesi K. Óskarssyni björgunarsveitamanni héðan úr Eyjum. En auk þeirra fórust tveir ungir skipverjar á Pelagus; Gilbert (17 ára) og Patrick (19 ára).