Fyrsti sunnudagaskóli haustsins verður nk. sunnudag 5. september kl. 11:00

Viðar og Gísli leiða stundina sem verður full af söng, gleði og lofgjörð.

Sunnudagsmessan færist þá til kl. 14:00. Það er vel við hæfi að í fyrstu messu vetrarins verður barn borið til skírnar. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og sr. Gunnlaugur Garðarsson skírir og flytur hugvekju. Kitty og kórinn verða á sínum stað.

Æskulýðsfélagið hittist svo aftur eftir sumarfríið kl. 20:00 á sunnudagskvöld og án efa verður mikið fjör