Næstu vikur munu prestarnir okkar vera í sumarfrí og því mun Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjóna við Vestmannaeyjaprestakall á meðan í þeirra stað.

Hann hefur áður starfað sem sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði, Seljaprestakalli í Reykjavík, í Dómkirkjunni í Reykjavík, Hraungerðisprestakalli í Árnessýslu og þjónaði einnig Laugardælum og Villingaholti. 2009 bættist Selfosssókn við prestakall hans.

Frá október 2014 hefur hann sinnt sálgæslu og sáttamiðlun á vegum Biskupsstofu. Hann hefur um árabil haldið regluleg námskeið og fyrirlestra fyrir ríkisstofnanir og félagasamtök um átakastjórnun, sáttamiðlun, samtalstækni, sjálfsstyrkingu, leiðir til að bæta andrúmsloft á vinnustöðum og takast á við erfiða einstaklinga.