Í ljósi nýrrar reglugerðar varðandi sóttvarnir og fjöldatakmarkanir, þá er ljóst að allt helgihald við Landakirkju mun falla niður á Pálmasunnudag og einnig í dymbilviku (skírdag og föstudaginn langa) og á Páskadag.

Munum að hlúa vel að hvert öðru á þessum veirutímum, taka einn dag í einu, því „öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himnum hefur sinn tíma“ eins og segir í Prédikaranum.

Guð gefi okkur æðruleysi
til að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt,
kjark til að breyta því sem við getum breytt
og vit til að greina þar á milli.