Með mikilli gleði hefjum við nú messuhald og sunnudagaskóla að nýju í Landakirkju.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 með öllu fjörinu sem honum fylgir. Kl. 14. er síðan guðsþjónusta þar sem sr. Viðar prédikar og þjónar fyrir altari. Kitty og kórinn verða á sínum stað.

Það ríkir mikil tilhlökkun yfir því að mega koma saman aftur í kirkjunni sem við höfum ekki mátt lengi. En þrátt fyrir það brýnum við fyrir öllum að fara varlega og viðhalda áfram skynsömum sóttvörnum. Það er undir okkur komið að halda áfram á þessari braut.