Samkvæmt tilmælum frá biskupi Íslands og nýrri reglugerð vegna Covid-19, sem gildir frá miðvikudeginum 18. nóvember, framlengjast þær aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið til 1. desember. Af þessu leiðir að eftirfarandi reglur gilda áfram um starf og athafnir í Landakirkju:
- Hjónavígslur eru heimilar innan 10 marka hámarksfjölda og almennra sóttvarnareglna.
 - Skírnir lúta sömu reglum og hjónavígslurnar.
 - Heimild er fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum.
 - Guðsþjónustur fara ekki fram.
 - Fermingarstarf fer ekki fram.
 - Sunnudagaskóli, krakkaklúbbar (1T2, 3T4 og TTT) og starf Æskulýðsfélagsins fellur niður.