Í ljósi hertra sóttvarnarreglna, sem gilda til 17.nóvember, er rétt að taka það fram að allt safnaðrarstarf þar sem fólk safnast saman fellur niður. Af þessu leiðir að eftirfarandi reglur gilda um starf og athafnir í Landakirkju:

  • Hjónavígslur eru heimilar innan 10 marka hámarksfjölda og almennra sóttvarnareglna.
  • Skírnir lúta sömu reglum og hjónavígslurnar.
  • Heimild er fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum.
  • Guðsþjónustur fara ekki fram.
  • Fermingarstarf fer ekki fram.
  • Sunnudagaskóli, krakkaklúbbar (1T2, 3T4 og TTT) og starf Æskulýðsfélagsins fellur niður.