Á dögum samkomubanns leitar kirkjan ýmissa leiða til að koma boðskap sínum til fólksins.

Í gær ritaði biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, samstarfsfólki sínu bréf þar sem hún kynnti verkefni sem nokkrir prestar hafa undirbúið. Það kallast: Hádegishljómur í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 á hádegi hvern dag meðan á samkomubanni stendur. Kirkjuklukkum verður hringt á hádegi í þrjár mínútur – klukkum verður samhringt. Síðan hefst bænastund. 

Lesa má frekar um þetta á kirkjan.is