Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju heldur ótrautt áfram í Landakirkju. Æskulýðsfulltrúinn, Gísli Stefánsson hefur verið frá undanfarnar vikur vegna veikinda en nú er allt komið aftur á fullt.

Krakkaklúbbarnir hittast á miðvikudögum í safnaðarheimilinu og halda svo í helgistund í Landakirkju þar sem er sungið, leikið leikrit eða sögð saga og farið með bænir. Að því loknu er haldið niður í safnaðarheimilið þar sem leikir, fjör og smiðjur eru á boðstólnum. Hóparnir hittast sem hér segir og er hver hópur að í 50 mínútur.

14:40 TTT (5.-7. bekkur)
15:30 1T2 (1. og 2. bekkur)
16:30 3T4 (3. og 4. bekkur)

Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum, félag unglinga í 8. bekk og upp í fyrst ár í framhaldsskóla, hittist á fimmtudags- og sunnudagskvöldum kl. 20:00 í Landakirkju. Á fimmtudagskvöldum er opið hús í safnaðarheimilinu þar sem hópurinn hittist, spilar, fer í leiki og spjallar, allt á léttum nótum. Á sunnudagskvöldum eru æskulýðsfundir en þá á hópurinn helgistund í Landakirkju og fer svo í safnaðarheimilið þar sem tekið er á móti þeim með leikjum og fjöri. Æskulýðsfélagið sækir reglulega æskulýðsmót og er t.a.m. að fara til Finnlands í sumar á norrænt mót KFUM og KFUK.

Það er vilji okkar að viðhalda sterku og öflugu starfi í kirkjunni þrátt fyrir tilkomu Covid-19 veirunnar og er það í samræmi við tilmæli Biskups Íslands í samráði við Landlækni og Almannavarnir. Líkt og annars staðar þar sem fólk kemur saman verður gætt að hreinlæti til hins ýtrasta með handþvotti og spritti.

Einnig hvetjum við þá sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima.

Sjáumst í kirkjunni okkar