Landakirkja í samstarfi við Suðurprófastsdæmi og KFUM & K í Vestmannaeyjum býður Eyjamönnum til Eagles messu sunnudagskvöldið 15. mars nk. kl. 20:00

Messan átti að fara fram 16. febrúar sl. en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfti að fresta henni.

Mörg helstu lög sveitarinnar verða flutt í messunni og sr. Guðmundur Örn predikar.

Hljómsveitin Hafernir flytur lög Eagles í messunni en hún er skipuð heimamönnunum Birgi Nielsen á trommur, Kristni Jónssyni á bassa, Þóri Ólafssyni á hljómborð, Gísla Stefánssyni á gítar, Sæþóri Vídó og Jarli Sigurgeirssyni en þeir leika báðir á gítar og syngja.

Að sjálfsögðu er frítt inn eins og á aðra viðburði kirkjunnar.